03.06.1933
Neðri deild: 94. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1289 í B-deild Alþingistíðinda. (1529)

7. mál, gengisviðauka og tekju- og eignarskattsauka

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Af því að ég hefi ekki getið þess áður, þá skal ég taka það fram, svo að það komi í Alþt., að prentvilla hefir orðið á þskj. Þar stendur aðeins 20%, en á að vera 25% í 1. línu brtt. Annars vænti ég, að hér verði það samkomulag, sem þarf til þess að sjá ríkissjóði fyrir þeim tekjum í annari mynd, en ekki fengið. Ég skal ekki hæla þessari till. að öllu leyti, en hitt mun ofmælt, að slík till. þekkist hvergi í siðuðum löndum. (HV: Það var vitagjaldið, sem ég átti við). Þá bið ég afsökunar. En um þetta frv. mætti segja, að við værum farnir að „dependera af hinum dönsku“, því að jafnaðarmannastjórnin hefir lagt á kaffitoll og 40% tekju- og eignarskattsauka, eins og hér er farið fram á.