03.06.1933
Neðri deild: 94. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1289 í B-deild Alþingistíðinda. (1530)

7. mál, gengisviðauka og tekju- og eignarskattsauka

Ólafur Thors [óyfirl.]:

Ég get staðfest það, að ekki hefir neitt samkomulag átt sér stað milli flokkanna um þetta mál, og við þm. Sjálfstfl. erum óbundnir um þessa till., sem hér liggur fyrir. Ég er mótfallinn ýmsum ákvæðum þessarar nýju skattalöggjafar, en það er komið á elleftu stund og ég óska, að þetta langa þing fari að hætta. Ég hefi enga ástæðu fundið til þess að fara að teygja þetta fram yfir helgi, og eina heppilega lausnin eftir atvikum held ég sé að samþ. þetta, þótt ég geri það að sumu leyti nauðugur. Það er rétt, sem hæstv. dómsmrh. sagði, að það er óverjandi af Alþ. að skilja svo við þessi mál, sem nauðsynlegra útgjalda krefjast, án þess að samsvarandi tekjur séu tryggðar. Út frá þessu ætla ég að greiða atkv. með brtt., þótt ég sé ekki ánægður með þær.