24.03.1933
Neðri deild: 35. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1544 í B-deild Alþingistíðinda. (1814)

86. mál, samkomulag um viðskiptamál milli Íslands og Noregs

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Ég vil minna hv. þm. Seyðf. á það, að hafi einhver vanrækt að gera mótráðstafanir gegn Norðmönnum, þá er það síðasta Alþ. Stj. hefir ekki haft annað til þess að byggja á en þingviljann um að endurreisa samninginn frá 1924. allt það, sem gerzt hefir í málinu síðan á síðasta þingi, er bein afleiðing af meðferð þess á því. Stj. mátti vita, að sá aðilinn, sem segir upp samningnum, gerir ekki svo samninga af nýju, að hann tapi á þeim. En mér þykir undarlegt það ofurkapp, sem sumir hv. þm. leggja nú í það að fá samninginn felldan, ef borið er saman við meðferð þessa máls á síðasta þingi og í utanríkismálan.