12.04.1933
Efri deild: 49. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2871 í B-deild Alþingistíðinda. (19)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (GÓ):

Ég hefi alltaf skilið þingsköpin þannig, að ef þm. vantar í d., þá þurfi færri atkv. til að samþ. mál eða fella, að til þess þurfi aðeins meiri hl. þeirra manna, sem á fundi eru, þó fleiri eigi sæti í d. Þannig álít ég, að þegar ekki eru nema 10 þm. á fundi, þá nægi 6 atkv. til að samþ. mál. Þetta hefir alltaf tíðkazt hér í d., enda virðist mér það koma skýrt fram í þingsköpum. Þykir mér undarlegt, ef hæstv. forseti Nd. lítur öðruvísi á þetta.