24.04.1933
Neðri deild: 56. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1764 í B-deild Alþingistíðinda. (2128)

160. mál, veð

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Út af orðum þeim, sem hv. 2. þm. Reykv. lét falla í minn garð, vil ég geta þess, að mér hefir enn ekki borizt nein kæra um, að lögreglustjórar fylgdu ekki fram þessum lögum um útborgun verkakaups. Og vitanlega getur hv. þm. ekki ætlazt til þess, að stj. viti um slíkt, ef henni er það ekki tilkynnt. En ég skal hinsvegar gjarnan brýna þetta fyrir lögreglustjórum, ef hv. þm. lætur mér í té þau skjöl, sem sýna vanrækslu þeirra í þessum efnum. Þá skal ég ekki telja eftir að birta skipun um það. Um brtt. er það að segja, að hana á að samþ. Fiskveð eru tekin út úr og gerð miklu rétthærri en þau eiga kröfu til. Þetta finnst mér rangt, sérstaklega með tilliti til krafna hins opinbera, og hart þykir mér, að það skuli ekki ganga fyrir. Ég hefi séð svo mörg þrotabú gerð upp um dagana, að ég get borið um, að hið opinbera hlýtur af þessu miklu meiri skaða en verkafólk, en hinsvegar er auðvitað alveg rétt að gæta hags verkafólks í hvívetna. Ég mun því greiða brtt. atkv. Það yrði hættulegt að jafna þann sanngjarna mun, sem er á veði í lausafé og fasteignum.