22.04.1933
Neðri deild: 55. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1812 í B-deild Alþingistíðinda. (2239)

154. mál, áveitu á Flóann

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Fyrir hönd n. get ég lýst því yfir, að hún gerir engar kröfur til þess, að málið sé tekið af dagskrá. N. hefir kynnt sér málið eins og henni er unnt, en ég skil það, að einstakir þm., sem ekki hafa séð brtt. n. fyrr en nú á fundinum, vilji fá lengri frest til athugunar.