22.04.1933
Neðri deild: 55. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1812 í B-deild Alþingistíðinda. (2241)

154. mál, áveitu á Flóann

Hannes Jónsson:

Hæstv. forseti er með tómar vífilengjur. Ég var ekkert að tala um það, hvað vel ég hefði kynnt mér þetta mál. Hæstv. forseti á að segja hreint og beint, hvort hann ætlar að verða við tilmælum mínum eða ekki. Hæstv. forseti segir, að langt sé síðan þetta mál var lagt fram. N. skilaði áliti sínu 7. marz, en var skipuð í ágúst í fyrra. Þessi n. mun hafa aflað sér skýrslna um búendur á áveitusvæðinu og efnahag þeirra, hún hefir þurft að vinna úr búnaðarskýrslunum frá árunum 1915—31 og fara í gegnum reikninga áveitunnar. Þetta er ekki lítið verk, sem sjá má á því, að yfir þessu hefir n. setið frá því í ágúst til 7. marz. Samt er hæstv. forseti undrandi yfir því, að þm. geti ekki strax áttað sig á þessu máli. Brtt. hafa verið lagðar fram í dag, en forseti vill engan umhugsunarfrest gefa. Ég óska ákveðins úrskurðar hæstv. forseta um það, hvort málið verði tekið af dagskrá.