02.06.1933
Sameinað þing: 9. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 171 í D-deild Alþingistíðinda. (2330)

208. mál, templaralóðin í Reykjavík

Flm. (Pétur Halldórsson) [óyfirl.]:

Ég vil spyrja þá hv. þm., sem halda fram, að nauðsynlegt sé að leggja samninginn fyrir næsta Alþingi, hvort ekki nægi að leita samþykkis ríkisstj. Það er millivegur, sem mér finnst, að mætti sætta sig við.

En þótt það sé nú lagt í vald forsetanna, hvort þeir geri samninginn bindandi eða leggi hann fyrir næsta Alþingi, þá þykir mér líklegt, að þeir muni taka tillit til þessara mótmæla hv. þm. og leggi samninginn fyrir Alþingi, þannig að óhætt sé að samþ. þessa þáltill. eins og hún er nú.