02.06.1933
Sameinað þing: 9. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 335 í D-deild Alþingistíðinda. (2453)

199. mál, réttur alþingismanna til að athuga fylgiskjöl með reikningum ríkisins

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Ég skal ekki vera margorður um þessa till. Það er búið að ræða hana svo mikið áður. En ég vil geta þess, að ástæðan til, að ég vildi ekki játa hv. 2. þm. Reykv. fá sundurliðaða skýrslu um kostnað við ríkislögregluna með nöfnum þeirra, sem í henni eru, var eingöngu sú, að eins og kunnugt er, þá hefir verið reynt af hálfu hv. 2. þm. Reykv. að sjá um, að þeir menn, sem eru í ríkislögreglunni, fengju ekki vinnu. Ég spurði hv. 2. þm. Reykv., hvort það væri meiningin að meina þeim að vinna, og ef hann vildi gefa yfirlýsingu um það, að svo væri ekki, þá skyldi honum vera frjálst að fá þetta. Annars hefir hann alltaf fengið að vita um heildarkostnaðinn, hvenær sem hann hefir spurt að því.