20.03.1933
Neðri deild: 31. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 351 í D-deild Alþingistíðinda. (2485)

99. mál, björgunarstarf og eftirlit með fiskibátum á Vestfjörðum

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Ég get vísað til þess, sem ég sagði um næsta mál á undan. Ég vil aðeins gefa þær upplýsingar viðvíkjandi því veiðar- færatapi, sem hv. þm. talaði um, að það er ákaflega erfitt að girða fyrir, að það geti átt sér stað, því þessar lóðir eru lagðar fyrir utan landhelgi. Það hafa komið kvartanir um þetta efni og skip verið send á staðinn til þess að aðvara togarana, því vitanlega hefir ekki verið hægt að hafa skipin yfir lóðunum að staðaldri; það yrði allt of dýrt. Togararnir segjast hafa það sér til afsökunar, að þeir væru utan við landhelgi, og af því ekki væru ljósbaujur nema á sárafáum af lóðunum, þá sé ekki svo gott að varast þær.

Ég vildi aðeins benda á þetta til þess að sýna, hvað erfitt er að fást við þessi mál og hvað ósanngjarnt er að heimta af stj., að hún fyrirbyggi spellvirki eins og þessi, þó vitanlega komi þau mjög hart niður á þeim fiskimönnum, sem fyrir þeim verða, og sjálfsagt sé að gera það, sem hægt er, til að fyrirbyggja þetta.