20.03.1933
Neðri deild: 31. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 40 í C-deild Alþingistíðinda. (3012)

28. mál, dragnótaveiði í landhelgi

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Ef svo fer, að þetta frv. verður samþ. og reglugerð fyrir Þingeyjarsýslu stendur óbreytt, þá verður hægt að veiða fyrir Þingeyjarsýslu frá 15. júlí til 1. sept.; það hlýtur hv. þm. að sjá, vegna þess að þessi reglugerð á að gilda frá 1. sept. til 1. nóv. Þess vegna get ég ekki séð, að hv. þm. hafi neina interessu að fá svar við þessari spurningu. Ef Þingeyingar vilja friðun, þá verða þeir að fá nýja reglugerð, og þá verður það spursmál tekið til athugunar, hvort það sé yfirleitt hægt. Ég get sagt það strax, að ég álít það hægt.