11.05.1933
Neðri deild: 71. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2081 í B-deild Alþingistíðinda. (3331)

117. mál, barnavernd

Vilmundur Jónsson:

Ég vil ekki að svo stöddu mæla á móti þessari till., en mér þykir þó réttara, að barnaverndarráðinu sé gefinn kostur á að athuga hana áður en hún kemur til atkvæða. Málið þarf ekki að tefjast mjög mikið fyrir það. Þess vegna vil ég leyfa mér að fara fram á, að málið verði tekið út af dagskrá að þessu sinni, um leið og ég beini því til hv. allshn., að hún athugi þetta atriði og leiti umsagnar barnaverndarráðsins um það áður en hún tekur fullnaðarákvörðun.