29.03.1933
Efri deild: 37. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 232 í C-deild Alþingistíðinda. (3593)

36. mál, útflutninsgjald af landbúnaðarafurðum

Halldór Steinsson:

Mér finnst þetta vera ómakleg orð hjá hv. 5. landsk. til forseta. Ég get ekki annað séð en að hæstv. forseti hafi nákvæmlega fylgt þingsköpum með því að finna að því, að hv. 5. landsk. greiddi ekki atkv. án þess að tilgreina ástæður, því eins og allir vita, er það gagnstætt þingsköpum, það er af því, að hann og hans flokksmenn eiga hér hlut að máli. Það hefir þrásinnis komið fyrir í þessari hv. d., að hæstv. forseti hefir liðið þeim að sitja hjá við atkvgr. án þess að tilgreina ástæður, en beitt valdi þingskapanna gegn mönnum úr öðrum flokkum. Það á því sízt við, að hv. þm. Snæf. sé að blanda sér inn í þessa deilu; hún kemur honum og öðrum sjálfstæðismönnum ekki við.

Hinsvegar er það, ef hæstv. forseti ætlar nú að taka rögg á sig og fara að krefjast þess, að þdm. tilgreini ástæður, ef þeir greiða ekki atkv., þá býst ég við, að þdm. krefjist þess, að hann láti ganga jafnt yfir alla.