08.04.1933
Neðri deild: 48. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 560 í C-deild Alþingistíðinda. (4727)

146. mál, dráttarvextir

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Mér hefir skilizt af umr. um þetta frv. og sömuleiðis á frv. sjálfu, að ákvæði þess nái aðeins til dráttarvaxta af þeim vaxtaupphæðum, sem ekki eru greiddar á gjalddaga, en ég hygg, að frv. ætti einnig að ná til afborgana, sem eins er ástatt um, og vil því spyrja hv. n., hvort hún hefir ekki athugað þetta, eða hvort hún ætlast til, að dráttarvextir af vöxtum einum verði allt að 1%, en af afborgunum eitthvað annað. Ég ætla mér að fylgja brtt. hv. 1. þm. Eyf. um lækkun á hámarkinu, því ég hygg, að annars hefði þetta frv. engin áhrif, þar sem hvergi munu nú reiknaðir hærri dráttarvextir en 1% á mánuði. En ég vildi gjarnan heyra frá n., hvort hún hefir athugað þetta, sem ég nú hefi tekið fram.