11.03.1933
Neðri deild: 22. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 709 í B-deild Alþingistíðinda. (537)

4. mál, bifreiðaskatt og fl.

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Ég hefi það fyrir satt, að kosin hafi verið nokkurskonar stjórn eða nefnd fyrir hælið og að hún starfi enn þann dag í dag. Mér skilst, að ef um afhendingu hælisins verður að ræða, eigi þessi n. að framkvæma hana. (JónasÞ: Hún er skipuð af stjórninni?). Ef svo er, að hún er skipuð af stj., þá má sennilega líta svo á, að formleg afhending hafi þegar farið fram og að ríkið eigi spursmálslaust að teljast eigandi þessarar stofnunar.