17.02.1933
Efri deild: 3. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 858 í B-deild Alþingistíðinda. (884)

5. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Jón Baldvinsson:

Frv. um verðtoll af tóbaki var fellt hér í d. í fyrra, eins og hæstv. ráðh. segir, en það frv. hefði orðið mjög til þess að draga úr tekjunum af tóbakseinkasölunni, og ég verð að segja, að það frv. var því ekki í samræmi við samkomulag flokkanna 1931. Ég vék lítilsháttar að því í ræðu minni áðan, hvort ætlazt væri til, að frv. yrði skilið þannig, að umræddar tekjur tóbakseinkasölunnar fyrir seinni hluta ársins 1933 skyldu einnig renna til ríkissjóðs, og beindi þeirri spurningu til hæstv. ráðh., en henni hefir hann ekki svarað. Eftir orðalagi frv. er þetta ekki alveg ljóst, og vildi ég gjarnan heyra skoðun hæstv. ráðh. um þetta.