17.11.1933
Neðri deild: 12. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 97 í D-deild Alþingistíðinda. (1243)

30. mál, hafnargerði á Skagaströnd

Tryggvi Þórhallsson:

Mér kom það mjög á óvart, þegar hér heyrast raddir um, að nauðsynlegt sé að verja stórfé til hafnargerða, ef reisa skal síldarbræðslustöð á Norðurlandi. Mér kom þetta mjög á óvart, vegna þess, að þingmönnum ætti að vera kunnugt um, að við Húnaflóa eru til ágætar hafnir, sem engra umbóta þurfa, en þær eru vestan megin flóans. Á Ströndum hafa verið allt frá landnámstíð beztu hafnir, t. d. á Steingrímsfirði, Ingólfsfirði og Reykjarfirði, sjálfgerðar frá náttúrunnar hendi, svo að þess vegna mætti síldarbræðslustöðin vel standa þar, og er alveg óþarfi að kosta upp á hafnargerðir við Húnaflóa.