04.12.1933
Efri deild: 25. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 185 í D-deild Alþingistíðinda. (1488)

76. mál, blindir menn og afnot af útvarpi

Frsm. (Jónas Jónsson):

N. hefir athugað þessa till. og komizt að þeirri niðurstöðu, í samráði við stjórn útvarpsins, að réttara sé að gera orðabreyt. á till., en þó þannig, að kostnaðurinn við þessa hjálp komi á útvarpið.

Ég hygg, að ekki þurfi miklar umr. um þessa till., því að flestum mun finnast hún sanngjörn, en þörf að hraða málinu, því að það á tvær umr. eftir í Nd.