29.11.1933
Neðri deild: 22. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 272 í D-deild Alþingistíðinda. (1722)

32. mál, ríkisábyrgð fyirr Hólshrepp til rafvirkjunar

Frsm. (Tryggvi Þórhallsson):

Það er ósköp lítið um þessa till. að segja. Fjvn. hefir haft hana til meðferðar og kynnt sér rekstur málsins hér á þingi. Hefir hún sannfærzt um, að á sínum tíma var ákveðið að veita slíka ábyrgð og sömuleiðis fyrir Ísafjarðarkaupstað, og meiningin var, af rafveitan yrði gerð í einu lagi fyrir báða þessa staði. Telur n. sjálfsagt, að ábyrgðin nái einnig til Hólshrepps. Er það því till. n., að þessi till. verði samþ.