08.12.1933
Efri deild: 29. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 274 í D-deild Alþingistíðinda. (1762)

32. mál, ríkisábyrgð fyirr Hólshrepp til rafvirkjunar

Páll Hermannsson [óyfirl.]:

Ég skrifaði undir nál. með fyrirvara. Það stafar ekki af því, að ég sé ósammála hinum nm. um aðalatriðið, en ég leit svo á, að nægilegt væri að geta þess í nál. eða framsögu, að n. ætlaðist til, að bakábyrgð Holshrepps yrði tekin.

Eins og hv. frsm. gat um, er hér aðeins um endurveitingu að ræða. 1929 var ríkisstj. heimilað að ábyrgjast lán til rafveitu í Hólshreppi og fyrir Ísafjarðarkaupstað. Ábyrgðin fyrir Ísafjarðarkaupstað var svo endurnýjuð næsta ár á eftir undir 18. lið 22. gr. fjárl. Þar er heimilin orðuð á sama hátt og till., en ég hefi veitt því eftirtekt, að við framsögu í Nd. er því lýst yfir, að fjvn. ætlist til, að bakábyrgð sé fengin frá Ísafjarðarkaupstað. Ég geri þetta ekki að ágreiningsatriði og mun fylgja till., þó að brtt. verði samþ., en þá verður till. að ganga til Sþ., og nú er eftir stuttur tími af þingsetu, en þó er ekki víst, að það verði till. að fótakefli.