25.11.1933
Neðri deild: 19. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 320 í B-deild Alþingistíðinda. (301)

3. mál, þingsköp Alþingis

Jakob Möller:

Það er aðeins út af þessum skýringum hv. þm. V.-Sk. Það stendur í 44. gr., að hver þm. sem er í d. geti skotið úrskurði forseta undir atkv. d. Ef þetta væri ekki meiningin, ætti að standa þarna „þingmaðurinn“, en gr. er svo hljóðandi: „Nú er haft nafnakall við atkvgr. og þm. greiðir eigi atkv., og skal hann þá leiða rök að því. Forseti sker úr því, hvort þau rök skuli gild talin, en þingmaður getur skotið þeim úrskurði undir atkv. deildarinnar eða þingsins“. Þarna er „þingmaður“ hver þm. sem er, því að ef átt væri við einhvern sérstakan, þá væri greinirinn hafður samkv. íslenzku máli. Og það er eðlilegt, að þetta sé svo. Hér er ekki aðeins um einkamál þm. að ræða, heldur mál, sem varðar afgreiðslu þingmála, og þess vegna á hver maður í þd. rétt til að skjóta því til d. Það er misskilningur, ef nokkur ímyndar sér, að þetta sé bara einkamál viðkomandi þm. Það er virkilega opinbert hagsmunamál, eins og hefir sýnt sig, og þess vegna er þetta hinn rétti skilningur, sem við hv. 2. þm. N.-M. höfum haldið fram. En með þessu orðalagi og að viðbættri þessari viðbót hv. 2. þm. N.-M. er þetta óskipulegt og hefði þurft lagfæringar, svo að ekki verði um það deilt. En þá lagfæringu er ekki hægt að gera á þessu stigi málsins.