28.11.1934
Neðri deild: 47. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2831 í B-deild Alþingistíðinda. (105)

Afgreiðsla þingmála

Garðar Þorsteinsson:

Það er út af orðum hæstv. forseta áðan, að tvö mál, 12. og 13. mál á dagskránni (frv. um breyt. á ýmsum lagaákvæðum, er varða fasteignaveðslán landbúnaðarins, og frv. um Söfnunarsjóð Íslands) hefðu lengi beðið afgreiðslu. Ég hefði ekki kvatt mér hér hljóðs utan dagskrár, ef hæstv. forseti hefði ekki látið þessi orð falla. En ég veit ekki, hví hann nefndi ekki líka 14. málið á dagskrá (frv. um frystigjald beitusíldar). Það er þó talsvert eldra en þau tvö mál, 12. og 13. mál, sem nú voru afgreidd. Sé ég ekki ástæðu til að láta ójafnt ganga yfir menn og læt í ljós þá ósk, að 14. mál á dagskrá fái líka að ganga umr.laust til 2. umr.