14.12.1934
Neðri deild: 59. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1437 í B-deild Alþingistíðinda. (1199)

7. mál, gengisviðauki

Frsm. (Sigfús Jónsson):

Þegar þetta mál var til umr. síðast, kom fram brtt. á þskj. 758, frá hæstv. fjmrh. Í tilefni af þessari brtt. var ákveðið, að fjhn. skyldi taka þetta mál til athugunar. Nú hefir fjhn. haldið fund um það, og á þeim fundi var hæstv. fjmrh. viðstaddur og meiri hl. n. N. var ásátt um að leggja til, að þessi brtt. yrði samþ., vegna þess að það er sýnilegt, að fjárl. geta ekki orðið afgr. nema með talsverðum tekjuhalla, ef ekki fæst þessi tekjuauki, sem brtt. ætlast til, en líkur til, að þau yrðu tekjuhallalítil eða tekjuhallalaus, ef þessi tekjuauki fæst. Minni hl. n., hv. þm. G.-K. og hv. 3. þm. Reykv., voru ekki búnir að taka afstöðu til málsins, og munu þeir sjálfsagt skýra frá sinni afstöðu nú. En meiri hl. n. leggur til, að brtt. verði samþ.