20.11.1934
Neðri deild: 41. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1451 í B-deild Alþingistíðinda. (1228)

29. mál, markaðs- og verðjöfnunarsjóður

Frsm. (Bergur Jónsson):

Sjútvn. hefir athugað þetta frv. og er því samþykk. Hún er sammála um að leggja til, að það verði samþ. að mestu leyti óbreytt. Ber n. sameiginlega fram eina brtt. á þskj. 461, um að stjórn verðjöfnunarsjóðs skuli skipuð mönnum úr öllum þingflokkum. Auk þess bera 3 nm. fram brtt. á þskj. 462, við 1. gr. frv., um að 1. málsgr. og upphaf 2. málsgr. („Nú er beitt . . . og skal þá“) falli niður, en upphaf gr. orðist svo: „Meðan innflutningur á saltfiski er takmarkaður til eins eða fleiri markaðslanda, skal“ — o. s. frv. Þetta upphaf, sem nú er á 1. gr. frv., á ekki við, ef frv. um fiskimálanefnd nær fram að ganga — Í samræmi við þessa brtt. höfum við jafnframt flutt brtt. á sama þskj., sem ætlazt er til, að breyti nafni frv., þannig að það heiti: „Frv. til l. um markaðs- og verðjöfnunarsjóð“.