20.11.1934
Efri deild: 43. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 967 í B-deild Alþingistíðinda. (1250)

26. mál, vinnumiðlun

Pétur Magnússon:

Ég hafði sem minni hl. allshn. skilað áliti í þessu máli til skrifstofunnar 17. nóv., en fyrir misskilning hefir þessu nál. ekki verið útbýtt, og vildi ég því leyfa mér, þótt það hafi sennilega ekki mikla þýðingu fyrir afgreiðslu málsins, að biðja hæstv. forseta um að fresta umr. um málið þangað til nál. hefir verið útbýtt, sem væntanlega getur orðið á morgun. (MG: Hvernig stendur á, að nál. hefir ekki verið prentað?) Það stendur svo á því, að ég bað um próförk af því. Hún var send heim til mín, en gleymzt hafði að láta mig vita af henni, og gat ég því ekki fyrr en í dag látið skrifstofuna vita um það, að nál. mætti prenta óbreytt.