14.12.1934
Efri deild: 61. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1267 í B-deild Alþingistíðinda. (1862)

5. mál, útflutningsgjald

Magnús Guðmundsson:

Ég ætla aðeins að segja örfá orð út af brtt. á þskj. 798, og aðallega síðustu málsgr. þeirra. Þar er sagt, að til ísl. afurða skuli teljast afli hér við land af skipum, sem ekki eru skrásett hér, en hafa þó rétt til að veiða og verka afla í landhelgi, og í seinni málsl. kemur fram, að telja á til ísl. afurða og greiða útflutningsgjald af afla þeirra skipa, sem þennan rétt hafa og veiða hér við land, jafnvel þó þau taki aldrei höfn hér á landi á árinu. (JBald: Það er nú ekki meiningin). Það stendur hér, að ríkisstj. sé heimilt, ef hún telur nauðsynlegt vegna gagnkvæmra viðskiptasamninga, að undanþiggja þessu gjaldi þau skip, sem ekki taka höfn hér á landi. Ef hægt á að vera að semja um að undanþiggja þessi skip gjaldi, þá hlýtur það að hyggjast á því að þau séu gjaldskyld að 1. (JBald: Það er í samræmi við 10. kr. fiskveiðilaganna). Nei.

Ég vil nú spyrja hæstv. stj., hvernig hún hugsar sér að innheimta þetta gjald af þeim skipum, sem aldrei koma til landsins, ef svo færi, að samningar um niðurfellingu þess kæmust ekki á. Hvernig er hægt að fá upplýsingar um, hvert gjaldið er og hvaða aðferð á að hafa við innheimtu þess? Ég held, að þetta fari kannske ekki út fyrir þau takmörk, sem alþjóðaréttur heimtar, en ég sé bara ekki í fljótu bragði, hvernig á að ná þessum tolli, ef ekki verður af þeim samningum, sem síðasti málsl. brtt. gerir ráð fyrir eða heimilar. Vil ég því gjarnan heyra, hvernig hæstv. stj. hugsar sér þetta í framkvæmd.