14.12.1934
Efri deild: 61. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1268 í B-deild Alþingistíðinda. (1864)

5. mál, útflutningsgjald

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson) [óyfirl.]:

Það er með tilliti til þessara örðugleika á innheimtu gjaldsins, meðfram a. m. k., að gert er ráð fyrir, að ríkisstj. sé heimilt að undanþiggja þau skip, sem ekki leita hafnar. Eina leiðin, sem ég kem auga á, er sú, að varðskipin hafi eftirlit með þessum skipum, taki þau, sem veiða í landhelgi, færi þau til hafnar og láti þau setja tryggingu samkv. 10. kr. fiskveiði. Ég býst við, að þetta mundi þykja nokkuð harkalega að farið og að það mundi vekja óánægju hjá Dönum, sem eru óvanir að sæta slíkri meðferð hér. Þess vegna er stj. heimilað að undanþiggja þessi skip, sérstaklega ef við það mætti vinna eitthvað á í samningum milli þjóðanna um önnur efni. Hinsvegar er engum erfiðleikum bundið að ná gjaldinu af þeim skipum, sem taka höfn hér á landi, því að eftir skýringum á 10. kr. fiskveiðil., sem fyrrv. stj. gaf út, er þeim skylt að setja tryggingu um leið og þau koma í höfn.

Ég skal geta þess, að ákvæði þessu frv. eru harðdrægari í garð þeirra, sem leyfi hafa til að veiða í ísl. landhelgi, Dana og Færeyinga, heldur en ákvæði gildandi 1. hafa verið í framkvæmdinni til þessa. En eftir þá lagaskýringu, sem komið hefir fram við 10. gr. fiskveiðil., þykir rétt að taka, þessi ákvæði upp í 1. um útflutningsgjald og tiltaka, hvað teljist verkun á fiski, en um það hefir verið deilt til þessa.