21.11.1934
Neðri deild: 42. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1349 í B-deild Alþingistíðinda. (1932)

33. mál, skipulagsnefnd atvinnumála

Ólafur Thors:

Það er náttúrlega ekki ætlazt til, að hér sé verið með neinar rökræður, en ég vil aðeins taka það fram, að það er ekki rétt, að það sé á valdi sjálfstæðismanna og flm. till. að tryggja það, að hún verði samþ. Sjálfstæðismenn hér í d. eru 14 og með flm. yrðu það þá lá, sem greiddu henni atkv., en í d. eru 33 menn.

Út af brtt. á þskj. 490 frá hv. þm. V.-Ísf. vil ég taka fram, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekki farið fram á að fá hlutdeild í þessari n. og hann er andvígur því, að veita slíkt rannsóknarvald, sem hér er um að ræða. Sjálfstæðisflokkurinn mun því gr. atkv. móti frv., hvort sem brtt. verður samþ. eða ekki. Hinsvegar telur Sjálfstæðisflokkurinn ekki ástæðu til þess að gr. atkv. móti heimild til flokksins um að tilnefna menn í þessa n., enda þótt flokkurinn hafi ekki tekið neina ákvörðun um, hvort hann hagnýtir sér þann rétt.