16.11.1934
Neðri deild: 38. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1939 í B-deild Alþingistíðinda. (2403)

149. mál, útsvar

Frsm. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Þetta frv. er flutt af meiri hl. fjhn., að beiðni fjmrh. Það er þannig til orðið, að með l. um ríkisskattanefnd, nr. 20 frá 1932, var gerð sú breyt. um áfrýjun yfirskattanefndar til úrskurðar um útsvör, að áfrýjað skyldi til ríkisskattanefndar í staðinn fyrir, að það var áður til atvinnumálaráðuneytisins. En þegar búið er að samþ. frv. um tekju- og eignarskatt, sem í dag var afgr. úr þessari d., þá eru l. um ríkisskattanefnd tekin þar inn í einn kaflann, en l. frá 1932 numin úr gildi, og þá eru ekki til nein ákvæði um það í útsvarslögunum, hvort áfrýja megi úrskurði yfirskattanefndar um útsvarsupphæð. Þess vegna er lagt til, að þetta verði samþ. óbreytt frá því sem það áður var, sem sé þannig, að ríkisskattanefnd verði æðsti dómstóllinn um upphæðir útsvara. Vænti ég svo, að frv. fái að ganga fljóti gegnum d., og að því verði, að lokinni þessari umr., vísað til 2. umr.