02.11.1934
Neðri deild: 26. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1809 í B-deild Alþingistíðinda. (2548)

83. mál, útvarpsrekstur ríkisins

Sigurður Einarsson:

Í sambandi við það, sem fram hefir komið, er það frá mínu sjónarmiði algerlega óþarft að fresta þessu máli. Eins og hæstv. forseti er búinn að skýra frá, var frv. þetta lagt fram 18. f. m. og tekið til 1. umr. 25. s. m. Minni hl. allshn. virðist hafa leitað álits útvarpsráðs um frv. þegar í stað. Síðan hefir frv. verið til meðferðar hér í hv. d., og útvarpsráðið hefir enn ekki séð sér fært að koma með álit í málinu. Af nál. minni hl. er að sjá sem hann sé orðinn óþolinmóður að bíða eftir áliti útvarpsráðs og telji, að það geti ekki gengið svo lengur. Ég vil því lýsa því yfir, að ég fel réttast að draga ekki afgreiðslu frv. lengur hér í hv. d. og að því sé ástæðulaust að vera að fresta umr.

Í þessu sambandi vil ég benda á það, hvílíkur hraði útvarpsráðinu er á höndum með að úttala sig um þetta frv., þegar það heldur ekki fund um málið nema með eftirgangsmunum frá minni hl. allshn.