28.11.1934
Neðri deild: 47. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2018 í B-deild Alþingistíðinda. (2703)

104. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Frsm. meiri hl. (Finnur Jónsson):

Að því er viðkemur hv. þm. Vestm., þá hefir hann haft nægan tíma til að athuga málið. Ég vil taka það fram, að hv. sjútvn. hafði það til meðferðar áður en það var flutt í n. Síðan var veittur frestur frá laugardegi til þriðjudags, svo að sjálfstæðismenn í n. gætu komið sér saman um afstöðuna til málsins.

Ég lýsi hér með yfir því, að ég mun taka til greina ósk þá, er komið hefir fram, og taka málið til meðferðar í n. á morgun.