13.11.1934
Neðri deild: 35. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2043 í B-deild Alþingistíðinda. (2962)

109. mál, dragnótaveiðar í landhelgi

Forseti (JörB):

Það er réttur skilningur hjá hv. þm., að ég ætlaði að fresta atkvgr., þó að umr. yrði lokið. Mér sýnist sem meðhaldsmenn frv. ættu að fallast á, að atkvgr. yrði frestað til morguns, til þess að hægt sé að reyna að fá sættir milli manna um brtt.