27.11.1934
Neðri deild: 46. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2046 í B-deild Alþingistíðinda. (2988)

109. mál, dragnótaveiðar í landhelgi

Jóhann Jósefsson:

Ég hafði flutt brtt., sem gekk út á það, að Vestmannaeyjar nytu sama réttar og aðrir, sem koma til greina að því er snertir veiðar með dragnót. Þessi brtt. hefir verið talin hættuleg af sumum, og jafnvel verið haft við orð, að ef hún kæmist inn í frv., þá myndu sumir leggjast á móti því, sem annars myndu lofa því að fljóta. Mér og öðrum sjútvn.mönnum er kunnugt um, að hér ræðir um atvinnuspursmál fjölda manna, sérstaklega við Faxaflóa. Þeir hafa sent okkur bréf og reikninga yfir útkomu á bátum sínum. Það er hart aðgöngu að þurfa að setja kjósendur sína á lægri bekk en aðra landsmenn. En mér er kunnugt um, að mörgum hér syðra er heitt innanbrjósts út af því, að málið gangi fram, af því að þeir binda við það atvinnuvonir sínar. Hér er þess vegna vandi á ferðum hvað þetta mál snertir, og vil ég því draga brtt. mína til baka við þessa umr., svo að hún spilli ekki fyrir því, að málið gangi fram.