19.11.1934
Efri deild: 42. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2054 í B-deild Alþingistíðinda. (3086)

155. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Eins og sést á grg. frv., hefir allshn. flutt það fyrir tilmæli dómsmrh. Í grg. kemur ennfremur greinilega í ljós ástæðan fyrir því, að þetta frv. er fram komið, og þarf ég því ekki miklu við það að bæta.

Nú liggja fyrir þinginu umsóknir frá 16 mönnum, sem sækja um ríkisborgararétt. Ég álít þessar umsóknir nokkuð misjafnar, og sé ég ekki betur en að það geti komizt í óefni með veitingu ríkisborgararéttar, ef ekki eru settar sterkar skorður þessu viðvíkjandi. Þess vegna er tímabært, að lögin um þetta atriði séu fullkomnuð.

Ég vil mælast til þess, að þetta frv. fái að ganga til 2. umr., svo að n. hafi málið til athugunar til 2. umr.