22.11.1934
Efri deild: 45. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2055 í B-deild Alþingistíðinda. (3092)

155. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Ég þarf ekki miklu að svara, því að ég tók það fram áðan, að ástæða gæti verið til að veita þessum mönnum, sem hv. 1. þm. Skagf. talaði um, linari kjör en öðrum, og ég gat þess um leið, að allshn. mundi athuga þetta fyrir 3. umr.

Hv. þm. getur því verið rólegur. N. mun athuga þetta, og mér þykir líklegt, að hún beri fram brtt. í þessa átt. N. hafði opin augu fyrir þessu, en tími hennar var takmarkaður og einn nm. bundinn við önnur störf. En þetta skal sem sagt verða athugað áður en málið kemur til 3. umr.