13.12.1934
Efri deild: 60. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2307 í B-deild Alþingistíðinda. (3129)

148. mál, stimpilgjald

Pétur Magnússon:

Út af brtt. hæstv. fjmrh. við mína brtt. skal ég geta þess, að ég legg ekki kapp á, hvar takmarkið skuli vera um hámark gjaldsins. Ég vildi aðeins í þessu sambandi beina því til hæstv. ráðh., að hann gæti þess að setja ekki hámarkið svo ofarlega, að hætta geti verið á því, að menn freistist mjög til þess að fara í kringum þessi lagaákvæði. Fyrir mér vakir ekki það, að ég sé hræddur við, að mönnum sé íþyngt með þessu gjaldi, heldur hitt, að l. nái ekki þeim tilgangi sínum að afla ríkissjóði tekna.