10.12.1934
Neðri deild: 55. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2571 í B-deild Alþingistíðinda. (3412)

80. mál, eftirlit með opinberum rekstri

Frsm. meiri hl. (Héðinn Valdimarsson):

Ég hefi borið fram smávægilega brtt. við frv., og er hún á þskj. 610. Þar er gert ráð fyrir því, að þegar ríkisstj. kalli þessi ráð saman á fund, svo sem mælt er fyrir í 4. gr. frv., séu forstjórar ríkisstofnananna líka kvaddir til þess að mæta. Þetta er til bóta að því er ég held.