05.12.1934
Neðri deild: 51. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2364 í B-deild Alþingistíðinda. (3465)

150. mál, fiskimálanefnd

Jóhann Jósefsson:

Ég vildi mjög eindregið mælast til þess, að frv. yrði tekið af dagskrá í þetta sinn. Ástæðan fyrir þessari beiðni minni er sú, að á fundi sjútvn. 29. nóv. var samþ. að leita álits bankanna og fisksölusamlagsins um málið. Ennþá hafa álitsgerðir þessara stofnana ekki borizt n., en ég hygg, að í fundarbyrjun hafi form. n. borizt bréf frá Útvegsbankanum um málið, en frá hinum mun ekkert hafa heyrzt. Ég vildi því mælast til, að við nm. fengjum aðstöðu til þess að kynna okkur þessi álit.