10.12.1934
Neðri deild: 55. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2581 í B-deild Alþingistíðinda. (3470)

80. mál, eftirlit með opinberum rekstri

Magnús Torfason:

Hvað síðasta atriðið í ræðu hv. þm. Snæf. snertir, þá vita allir, að ég lýsti yfir því í vor fyrir kosningarnar, að ég stæði nákvæmlega í sömu sporum og ég hefði staðið 1933, og átti ég með því við það, að Bændafl. væri hinn gamli Framsfl. En hv. þm. Snæf. hlýtur þá að vera á þeirri skoðun, að núv. Framsfl. hafi ekkert breytzt, og bjóst ég ekki við þeirri viðurkenningu úr þeirri átt.

Hv. þm. Snæf. æskti skýringar á ræðu minni. Ég þóttist hafa talað svo ljóst, að engum væri ofvaxið að skilja mig, en annars ætla ég að láta hann vita, að ég er ekki á þing kominn til að vera þar barnakennari. Hitt veit hv. þm. áður, að ég er inn á þingið kominn í fullri óþökk Sjálfstfl.