08.12.1934
Neðri deild: 54. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2405 í B-deild Alþingistíðinda. (3647)

150. mál, fiskimálanefnd

Jóhann Jósefsson:

Ríkisstj. hefir hvað eftir annað í sambandi við frv., sem borin hafa verið fram til að létta byrðar sjávarútvegsins og undirbúin voru af milliþn. í sjávarútvegsmálum, sakað flm. þeirra um það, að þeir hafi ekki séð fyrir tekjum til að mæta þeim útgjöldum, sem samþ. þessara frv. hefðu í för með sér. Hingað til hefir stj. alltaf talið sig ómáttuga til að veita sjávarútveginum liðsinni. Ég lít svo á, að nú sé viðhorf stj. breytt, og hún sjái leið til þessa, sem hún hefir ekki áður komið auga á nú á þinginu. Mér þykja þetta vera góð tíðindi og segi því já.