16.11.1934
Neðri deild: 38. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2758 í B-deild Alþingistíðinda. (3892)

66. mál, fólksflutningar með fólksbifreiðum

Héðinn Valdimarsson:

Ég flyt ásamt hv. þm. Hafnf. tvær smávægilegar brtt. á þskj. 447. Sú fyrri er við 5. gr., um að í stað „ríkisstjórninni“ komi: ráðherra, — og er það í samræmi við gr. að öðru leyti. Hin brtt. er við 8. gr., þar sem talað er um, að bærinn taki í sínar hendur reksturstrætisvagna innan lögsagnarumdæmisins og um nágrenni. Vil ég að „nágrenni“ verði fellt út frv., því að sjálfsögðu á valdsvið bæjarstj. ekki að ná nema um bæinn, og kemur þá hér til greina samningsatriði við hinn aðilann. Vænti ég, að þetta sæti ekki andmælum.