22.12.1934
Neðri deild: 67. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2828 í B-deild Alþingistíðinda. (3972)

66. mál, fólksflutningar með fólksbifreiðum

1) PHalld:

Herra forseti! Þótt ekki sé að mínu áliti um jafndjöfullega löggjöf að ræða eins og það atriði í löggjöf vorri, að blóðpeningum hinna ógæfusömustu manna skuli hrúgað í svokallaðan menningarsjóð, og þar sé um brennivín að ræða, en hér líklega bara benzín, þá þykir mér þessi löggjöf svo óhæfileg, þar sem hún leggur ríkisstj. það vald í hendur að ákveða um hag þeirra, sem þessi viðskipti hafa nú í þjóðfélaginu, og opnar um leið möguleika til amerískra viðskipta, eins og Tammanyfélagið í New York hefir við borgina, hvort sem sá möguleiki verður notaður eða ekki, — þá segi ég nei.