11.12.1934
Neðri deild: 56. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 546 í C-deild Alþingistíðinda. (4974)

171. mál, samkomudagur Alþingis árið 1935

Pétur Ottesen:

Ég vil í sambandi við breyt. þá á samkomudegi Alþ., sem hér liggur fyrir, benda á það, að ég tel mjög svo óheppilegt og óþægilegt fyrir bændur yfirleitt, sem eiga sæti á þingi, að þinginu verði frestað um svo langan tíma sem gert er ráð fyrir í frv., því að það er mjög sennilegt, að það verði næstum óhjákvæmilegt, að þingið nái þá fram á vor. En vortíminn er mjög mikill annatími í sveitinni. Það er kunnugt, að bændur eiga ekki eins örðugt með að vera burtu frá búum sínum á neinum öðrum tíma ársins, að heyannatímanum undanskildum. Frá mínu sjónarmiði sem bónda er þessi breyt. því mjög til hins verra, miðað við það sem nú er ákveðið í lögum um samkomudag Alþingis.