11.12.1934
Neðri deild: 56. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 548 í C-deild Alþingistíðinda. (4982)

171. mál, samkomudagur Alþingis árið 1935

Hannes Jónsson:

Ég fékk ekki glögg svör við því, hvort hæstv. stj. ætlar sér að fresta næsta þingi fram á haust. Hæstv. forsrh. sagði, að það væri komið undir hv. þm. sjálfum, sem sé hve greiðlega gengi að afgreiða málin. Ef þingið á að standa yfir í 3 mán., eins og vant er og ekki að ganga lengra fram á vorið en venja er til, þá er gefið mál, að þingi, sem byrjar í marz, verður að fresta. Vitanlega er ekki útilokað að halda þinginu áfram langt fram á vor, en sá tími er afaróhentugur fyrir bændur.