17.10.1934
Neðri deild: 12. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 548 í B-deild Alþingistíðinda. (637)

23. mál, tilbúinn áburður

Frsm. (Jón Pálmason):

Fyrir hönd landbn. hefi ég lítið að segja annað en það, að hún hefir orðið ásátt um að bæta við þá brtt., sem hún hafði áður flutt á þskj. 75, að þau ákvæði, er þar greinir, skuli gilda til ársloka 1937. Um þessa brtt. er öll n. sammála. Hinsvegar flytur hv. 2. þm. Reykv. sérstaka brtt. á þskj. 96, þess efnis, að binda hámark styrksins við 40 þús. kr. Meiri hl. n. hefir ekki getað fallizt á þessa brtt., því að með henni er styrkurinn rýrður. Fleiri brtt. hafa komið fram, en ég sé ekki ástæðu til að ræða þær fyrr en hv. flm. hafa gert grein fyrir þeim.