17.10.1934
Neðri deild: 12. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 563 í B-deild Alþingistíðinda. (658)

23. mál, tilbúinn áburður

Ólafur Thors:

Ég skal þá láta minni sókn í þessu máli lokið, en vil benda á það, að sjálfstæðismenn hafa gert skyldu sína með því að sitja hér, en stjórnarliðið er farið heim. (BÁ.: Ekki allir). Nei, það er satt, ekki allir. Mér finnst nú satt að segja, að ef menn geti ekki setið á fundi til kl. 7, þá sé varla óhætt að búast við, að þeir komi aftur til fundar í kvöld, en eins og ég hefi áður sagt, þá ætla ég ekki að gera þetta að kappsmáli frekar en orðið er.