25.10.1934
Efri deild: 21. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 636 í B-deild Alþingistíðinda. (753)

27. mál, sláturfjárafurðir

Guðrún Lárusdóttir:

Ég vildi aðeins gera eina fyrirspurn til hv. landbn. út af brtt. hennar. Ég sé mér til ánægju, að hún hefir gert lítilsháttar rýmkun á kjörum bændanna með því að leyfa þeim að selja reykt kjöt beint til neytenda, og ég get tekið undir það, sem hér hefir verið sagt, að það er hart fyrir bændur, sem hafa haft slík bein viðskipti, að láta taka þau af sér. Nú er það kunnugt, að allmargir bændur búa til kæfu og rúllupylsur úr kjöti sínu og selja hingað beint til neytenda. Ég vildi aðeins skjóta þeirri fyrirspurn til landbn., hvort viðskipti með þessar vörur gætu ekki komizt undir sömu undanþágu og reykta kjötið. Vænti ég svars frá n. um þetta atriði.