16.03.1935
Neðri deild: 30. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 863 í B-deild Alþingistíðinda. (1293)

70. mál, hvalveiðar

Frsm. (Páll Þorbjörnsson):

Sjútvn. hefir haft þetta frv. til meðferðar og leggur einróma til, að það verði samþ., með því að það felur ekki í sér raunverulega breyt. frá því, sem nú er í framkvæmdinni. Því er nefnilega þannig varið, að við Íslendingar eigum ekki þeim mönnum á að skipa, sem kunna til veiði- og verkunaraðferða á þessum hvalveiðaskipum. Þess vegna þarf að ráða a. m. k. 2—3 erlenda menn til slíkra starfa á hverju skipi, sem fæst við þessar veiðar. Í frv. þessu er veitt undanþága til þess að ráða megi þrjú erlend skip, með 3 útlendinga á hverju skipi, til að reka hvalaveiðar hér við land. Þessi undanþáguheimild gildir til tveggja ára. En það er sá tími, sem nægir til þess, að Íslendingar geti lært til þessara veiða, og verið, að þeim tíma liðnum, fyrir um að starfa að þeim á eigin spýtur.

Ég sé ekki ástæðu til að fara um þetta fleiri orðum. N. er sammála um að leggja til, að frv. verði samþ.