06.11.1935
Neðri deild: 66. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2441 í B-deild Alþingistíðinda. (157)

Þingfréttaflutningur í útvarpi

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson) [óyfirl.]:

Aðeins örfá orð. Hv. 6. þm. Reykv. veit það ofur vel, að 6% gjaldið var samþ. af öllum hlutaðeigendum. Það, sem bar á milli, var, hvort það ætti að vera 5% eða 7%. Varð svo samkomulag um að hafa gjaldið þarna mitt á milli. eða 6%. Annars furðaði mig stórlega, hvernig hv. þm. gat belgt sig upp af þessu smáræði og hrópað um ósamkomulag o. fl., sem enginn fótur var fyrir.

Út af ummælum hv. þm. G.-K. um útvarpið og fréttaflutning þess vil ég benda honum á, að honum og flokksmönnum hans var ekki svo lítið ívilnað, þegar getið var í útvarpinu um frv. hv. 6. landsk., þar sem grg. Þess var öll lesin upp. Það, sem ég hefi yfir að kvarta hvað þetta snertir, er það, að grg. þessi var flutt sem hlutlaus frásögn, en ekki sem fullyrðing flutningsmanns. Þetta sama henti einnig er getið var frv. jafnaðarmanna um sölu sláturafurða. Það eru tilmæli mín til hæstv. forseta, að þeir taki þetta til athugunar.