22.10.1935
Neðri deild: 54. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1140 í B-deild Alþingistíðinda. (1695)

101. mál, síldar- og ufsaveiði

Frsm. minni hl. (Gísli Guðmundsson):

Mér finnst það koma úr hörðustu átt, þegar meiri hl. n. ber okkur, sem urðum í minni hl., það á brýn, að við höfum ekki fært fram ástæður fyrir okkar málstað. Ef við berum saman nál„ þá er okkar allt að 3 sinnum lengra. Það erum því við, sem hofum fært fram rök, en meiri hlutinn hefir aftur á móti lítið að því gert. Þar að auki hefi ég í ræðu minni bætt nokkru við af röksemdum, en ég get ekki gert við því, þó að hv. frsm. meiri hl. hafi ekki tekið eftir því, sem ég hefi sagt; ég vænti, að aðrir deildarmenn hafi gert það.

Hv. frsm. meiri hl. benti á, að frv. hefði verið samþ. á þinginu með shlj. atkv. Það mun vera rétt. Reyndar fylgdist ég ekki með atkvgr. í Ed., en það hefir víst verið samþ. þar líka með shlj. atkv. En ég vil bara benda á, þegar um er að ræða mál, sem samþ. eru einróma, þá eru það oft ekki stórmál. Menn verða að játa, að það þarf ekki að vera nein sönnun fyrir því, að hv. þm. hafi raunverulega verið á einn máli um þessi atriði, þó að þeir greiddu frv. atkv., heldur getur það verið hitt, að þeir hafi ekki gefið frv. nægilegan gaum, ekki fundizt hér vera um neitt stórmál að ræða, en tekið álit Fiskifél. trúanlegt og nefndarinnar. Þetta sýnir sig líka í Ed., þar sem samþ. hafa verið breyt. á frv. Þá þarf ekki frekar vitnanna við; úr því Ed. hefir breytt afstöðu sinni, þá getur þessi hv. d. verið sæmd af að taka málið fyrir, eftir að komið hafa fram nýjar upplýsingar. Og þær nýju upplýsingar eru fyrst og fremst, að gengið er óleyfilega á eignarrétt manna með frv. frá fyrra þingi.

Frsm. meiri hl. sagði, að menn ættu ekki fisk fyrir landi sínu fyrr en hann væri orðinn fastur við veiðarfæri. En ég vil benda hv. þm. á, að það segir skýrt í tilsk. frá 1849, að menn eigi veiði fyrir sínu landi. Þar stendur orðrétt, og vil ég lesa það, með leyfi hæstv. forseta: „Ef jörð liggur að sjó, á eigandi veiði á haf út, 60 faðma frá stórstraumsfjörumáli, og eru það netlög hans.“ Það er því skýrt, að landeigandi á veiði í netlögum sínum, og enginn annar en hann átti þar veiðirétt. En síðar var gerð sú rýmkun, að aðrir fengu að hagnýta sér veiðiréttinn, en ekki nema með því að hita einhverjar bætur fyrir, eða greiða landshlut.

Ég held það sé ekki annað í ræðu hv. 6. þm. Reykv., sem ástæða er til að svara. Hann er í mestu vandræðum með afstöðu sína, því að það er ekki gaman fyrir mann, sem jafnoft hefir lýst yfir því, að hann væri á móti hverskonar skerðingu eignarréttarins, að gerast frsm. frv., sem gengur jafnbersýnilega á hluta þessa réttar.